Helgafellsskóli óskar eftir leikskólakennara/deildarstjóra

 

Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi í Helgafellslandi í Mosfellsbæ. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum er unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi.

 

Við óskum eftir að ráða deildarstjóra og leikskólakennara í fullt starf frá og með 1. ágúst 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstörf er að ræða. Í Helgafellskóla verða þrjár leikskóladeildir haustið 2019 fyrir tveggja til fimm ára börn.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

 

- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldisfræðimenntun

- Ef ekki fæst fólk með réttindi er annað skoðað

- Reynsla af starfi með börnum

- Frumkvæði og faglegur metnaður

- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

- Góð færni í samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2019

 

Með umsókninni skal skila ferilskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 547-0600. Um framtíðarstörf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

 

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700