Félagsráðgjafi á fjölskyldusvið Mosfellsbæjar

VIÐ LEITUM AÐ METNAÐARFULLUM EINSTAKLINGI Í STARF FÉLAGSRÁÐGJAFA Á FJÖLSKYLDUSVIÐ MOSFELLSBÆJAR. 

 

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Helstu verkefni eru á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar og fjárhagsaðstoðar. Ennfremur þátttaka í ýmis konar stefnumótandi vinnu á vegum sveitarfélagsins.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf skilyrði
  • Meistarapróf í félagsráðgjöf er kostur
  • Þekking og reynsla af starfi við barnavernd skilyrði, félagsþjónustu.
  • Góð alhliða kunnátta í notkun tölvuforritanna Word, Excel , Outlook, One-system og Navision er kostur
  • Sjálfstæði, samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur V. Ingólfsdóttirframkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Berglind Ósk B. Filippíudóttir í síma 525-6700. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréfi og greina frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700