Lágafellsskóli leitar að öflugum forstöðumanni frístundasels

Forstöðumaður frístundasels Lágafellsskóla

 

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt leikskóladeildum fjögurra og fimm ára barna.

Í frístundaseli skólans fer fram faglegt frístundastarf fyrir nemendur yngsta stigs að hefðbundnum skóladegi loknum.

Starf forstöðumanns felur m.a. í sér skipulag og daglegan rekstur, auk samstarfs við foreldra, starfsfólk grunnskóla og aðra aðila vegna íþrótta- og tómstundastarfs.

Forstöðumaður verður ráðinn frá og með 1. ágúst.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • BA gráða í tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2019.

 

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 5259200/8968230. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

 

 

 

 

 

 

 


Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700