Krikaskóli óskar eftir grunnskólakennurum skólaárið 2019-2020

Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2019-2020 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.Nánari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans: www.krikaskoli.is 

 

Grunnskólakennara vantar fyrir skólaárið 2019-2020 vegna fæðingarorlofs til eins árs.

 

Grunnskólakennari í 100% starf með 6 til 9 ára börnum til eins árs vegna fæðingarorlofs. Grunnskólakennarar í Krikaskóla starfa í teymi og gert er samkomulag við hvern og einn þeirra í ljósi starfshátta og fyrirkomulags skólans. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara. Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Staða er laus frá 1. ágúst 2019. Ráðið er í starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Grunnskólakennari í 50% starf með 6 til 9 ára börnum til eins árs vegna ársleyfis. Grunnskólakennarar í Krikaskóla starfa í teymi og gert er samkomulag við hvern og einn þeirra í ljósi starfshátta og fyrirkomulags skólans. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara. Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Staða er laus frá 1. ágúst 2019. Ráðið er í starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Mjög góð færni í samvinnu, samskiptum og teymisvinnu
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Áhugi á starfsþróun og nýjum fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019.

 

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þrúður Hjelm, skólastjóri eða Ágústa Óladóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 578-3400. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700