Krikaskóli leitar að stuðningsfulltrúa í fullt starf

Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2019-2020 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Nánari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans: www.krikaskoli.is 

 

Stuðningsfulltrúi í 100% starf með 6 til 9 ára börnum. Um 100% starf er að ræða sem bæði er í skólastarfi og frístundastarfi skólans. Áhugi á einstökum börnum og þörfum þeirra er nauðsynlegur. Starfsmenn í Krikaskóla vinna í teymum og koma að málefnum barnahópa. Mikilvægt er að umsækjendur hafa mjög góða samskiptafærni og lausnamiðuð hugsun er mikill kostur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2019.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð færni í samskiptum
  • Aldurstakmark 18 ára og eldri

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019.

 

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þrúður Hjelm, skólastjóri eða Ágústa Óladóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 578-3400. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700