Umsjónarmaður fasteigna

HELGAFELLSSKÓLI OG KRIKASKÓLI LEITA AÐ SAMEIGINLEGUM UMSJÓNARMANNI SKÓLANNA

 

ERT ÞÚ AÐ LEITA EFTIR SPENNANDI TÆKIFÆRI Í NÝJU STÖÐUGILDI SEM UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNA TVEGGJA SKÓLA MOSFELLSBÆJAR?

 

Helgafellsskóli opnaði í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum.

 

Við leitum að nýjum umsjónarmanni fasteigna sem hefur umsjón með viðhaldi á fasteignum og lausfjármunum viðkomandi starfsstaða. Hann hefur umsjón með daglegum ræstingum. Hefur samskipti við þá aðila sem koma að viðhaldi og eftirliti á fasteignum í Mosfellsbæ.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Mjög góð samskiptahæfni, sveigjanleiki, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun er skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti
  • Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af sambærilegu starfi
  • Tölvukunnátta og þekking á eftirliti og rekstri húsakerfa skilyrði
  • Sveigjanleiki í fjölbreyttu starfsumhverfi

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019.

 

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla í síma 694-7377 eða Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla í síma 694-1859. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700