Varmárskóli leitar að sérfræðingi í námsver

Varmárskóli auglýsir eftir sérfræðingi i námsver, 100% tímabundin staða.

 

Við leitum að áhugasömum þroskaþjálfa/sálfræðing/sérfræðing i námsver, 100% tímabundin staða. Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingastefnunnar.

Við skólann starfar öflugur starfsmannahóur sem vinnur sem ein heild að því að gera gott skólastarf enn betra. Má kannski bjóða þér að vera hluti af þessum góða hóp?

Lögð er áhersla á samstarf kennara í sama árgangi og í faggreinum, en í öllum árgöngum eru 3 til 4 bekkjardeildir.

Um er að ræða fullt starf og ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur: 

  • Vilji og hæfni til samstarfs og teymisvinnu
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Áhugi á starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 25 maí. 2019.

 

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í síma 5250700/8998465. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700