Öflugt starfsfólk óskast á leikskóladeild Helgafellskóla

HELGAFELLSSKÓLI LEITAR AÐ STARFSMANNI Í LEIKSKÓLASTARF

 

Í leikskóladeild Helgafellsskóla eru 74 börn á aldrinum 2 árs til 5 ára. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum er unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi.

 

Starfsmaður vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs, gerð skólanámskrár og mati á starfsemi leikskólans.

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntun og hæfnikröfur:

  • Góð almenn menntun
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð íslensku kunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019.

 

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla í síma 547-0600. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700