Leikskólinn Hlaðhamrar óskar eftir leikskólakennara/starfsfólki

Á Hlaðhömrum eru 80 börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Sértakar áherslur í leikskólastarfinu eru gæði í samskiptum og skapandi starf. Er þar fyrst og fremst horft til hugmynda Loris Malaguzzi, stefna sem nefnd hefur verið Reggiostefnan. Markmiðið er að leikskólabörnin öðlist sterka sjálfsvitun, hæfni í samskiptum, skapandi færni og frjóa hugsun. Lykilorð í allri samvinnu og samstarfi Hlaðhamra er virðing.


Leikskólakennari/leiðbeinandi vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar. Um bæði hlutastarf og fullt starf er að ræða.


Mosfellsbær eru öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun eða reynsla sem nýtist í starfi með ungum börnum
  • Frumkvæði í starfi og metnaður
  • Sjálfstæði og lausnarmiðuð hugsun
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta


Ef ekki tekst að ráða leikskólakennara til starfa kemur til greina að ráða annað fólk með menntun og reynslu.

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2021


Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólakennari, í síma: 566-6351. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 


Deila starfi
 
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær - kt. 470269-5969 - mos@mos.is    
525 6700